Mosfellsbær mætir Reykjavík í Útsvarinu annað kvöld

09/12/2010
Lið Mosfellsbæjar í ÚtsvariMosfellsbær og Reykjavík eru fyrstu liðin sem mætast í 2. umferð í spurningaþættinum Útsvari. Viðureign þeirra fer fram annað kvöld, föstudaginn 10. desember kl. 20.15 Í liði Mosfellsbæjar eru Kolfinna Baldvinsdóttir, Sigurjón M. Egilsson og Bjarki Bjarnason. Í liði Reykjavíkur eru Stefán Eiríksson, Jón Yngvi Jóhannsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir.

Mosfellsbær sigraði Snæfellsbæ í spennandi keppni í 1. umferð föstudagskvöldið 24. september. Hart var barist  strax frá fyrstu spurningu og keppendur hentu sér í bókstaflegri merkingu á bjölluna. Orðaleikurinn gekk mjög vel og var einstaklega gaman að fylgjast með honum. Staðan fyrir stóru spurningarnar var mjög jöfn en þá var staðan 52-53. Úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu spurningu og var það Mosfellsbær sem vann að lokum með 73 stigum gegn 67 stigum Snæfellsbæjar.

Mosfellsbær óskar liði sínu góðs gengis í þættinum.
Til baka