Mosfellingur er karatemaður ársins

21/12/2010
Karatefólk Aftureldingar 2010Karatesamband Íslands hefur útnefnt Krisján Helga Carrasco sem æfir karate hjá karatedeild Aftureldingar karatemann ársins 2010.
Hann er landsliðsmaður í karate og keppir í báðum greinum karate; Kata og Kumite.

Kristján Helgi hefur náð góðum árangri á árinu bæði innanlands og utan en Kristján Helgi hefur keppt bæði í unglingaflokkum og fullorðinsflokkum.
Helsti árangur Kristjáns á árinu er bikarmeistaratitill fullorðinna og Grand Prix meistari unglinga, Íslandsmeistari í Kata unglinga ásamt þremur verðlaunum á erlendum mótum.

Aðalheiður Rósa Harðardóttir sem æfir með Karatefélagi Akraness var útnefnd karatekona ársins 2010.
Til baka