Áramótabrenna og flugeldasýning í Ullarnesbrekkum kl. 20.30

31/12/2010
Áramótabrenna
Kveikt verður í áramótabrennu Mosfellsbæjar í Ullarnesbrekkum í kvöld kl. 20.30 og verður Björgunarsveitin Kyndill með flugeldasýningu að vanda. Þess ber að geta að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð.

Mosfellsbær óskar öllum gleðilegs árs og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.
Til baka