Yfirfærsla á þjónustu við fólk með fötlun

04/01/2011

Merki MosfellsbæjarUm áramót tóku sveitarfélögin við umsjón með málefnum fólks með fötlun frá ríkinu. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í mars 2009 þegar viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð. Í sumar var undirritað samkomulag um fjárhagsramma tilfærslunnar og þann 23. nóvember var loks undirritað heildarsamkomulag um yfirfærsluna.

Vinna við undirbúning yfirfærslunnar hófst fyrir nokkru síðan hjá Mosfellsbæ. Mosfellsbær hefur að leiðarljósi við þessi tímamót að sem minnst röskun verði á þjónustunni frá því sem verið hefur og hún verði felld að annarri almennri þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér samkomulag sem meðal annars hefur í för með sér að notendur sem sækja þjónustu utan síns lögheimilissveitarfélags halda því áfram.

Málefni fólks með fötlun munu að mestu heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar sem er til húsa í bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 3. hæð. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs er Unnur V. Ingólfsdóttir en auk hennar starfa í þágu fólks með fötlun, Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir þroskaþjálfi, Ólafur Þór Jóhannesson félagsráðgjafi auk annarra starfsmanna sviðsins. Mosfellsbær fær til liðs við sig 25 nýja starfsmenn í um 19 stöðugildum sem starfa í búsetukjörnum fyrir fólk með fötlun og að auki hafa þrír nýir starfsmenn verið ráðnir til starfa á skrifstofu fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar vegna hins nýja verkefnis. Eru allir hinir nýju starfsmenn Mosfellsbæjar hér með boðnir velkomnir til starfa.

Nánari upplýsingar um þjónustuna veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í s. 525 6700 eða í gegnum netfangið mos[hja]mos.is.

Spurt og svarað um yfirfærslu þjónustu við fólk með fötlun

 

Til baka