Jólatrén verða hirt á mánudag og þriðjudag

05/01/2011
Mosfellsbær hirðir jólatrénNú er komið að því að pakka niður jólaskrautinu og farga jólatrénu. Þeir íbúar sem vilja losna við sín jólatré verða að setja þau út fyrir lóðarmörk. Þaðan verða þau tekin mánudaginn 10. og þriðjudaginn 11. janúar.

Bæjarbúar eru hvattir til að taka saman rusl og flugeldaleifar og gera snyrtilegt í kringum húsnæði sitt. Slíkt rusl verða bæjarbúar að fara með í Sorpu ofan hestahúsahverfis.
Til baka