Steindi Jr. valinn Mosfellingur ársins

13/01/2011
Steindi Jr. Mosfellingur ársinsSteinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. hefur verið valinn Mosfellingur ársins 2010 af bæjarblaðinu Mosfellingi. Hann hefur slegið rækilega í gegn í nýrri gamanþáttaröð á Stöð 2 sem nefnist Steindinn okkar. Í kjölfarið átti hann vinsælasta lag landsins, var andlit auglýsingaherferða og er orðinn þekkt andlit í íslensku gríni.

Steindi hefur alla tíð lagt áherslu á Mosfellsbæ í sinni þáttagerð og fær bæjarbúa óhikað í lið með sér en einnig hefur leikfélagið verið honum hjálplegt. “Þetta er einn mesti heiður sem ég hef hlotið,” segir Steindi og bætir við að hann sé stoltur Mosfellingur.

Á myndinni má sjá Steinda taka við viðurkenningu úr höndum ritstjóra Mosfellings. Hægt er að skoða blaðið á www.mosfellingur.is
Til baka