Bókabúgí

31/01/2011

BókabúgíBókabúgí er hugarfóstur Málfríðar Finnbogadóttur, en hún starfar sem verkefnastjóri í Bókasafni Seltjarnarness og hefur skipulagt og séð um menningarviðburði þar.
Verkin eru unnin úr afskrifuðum bókum og blöðum.
Málfríður notast við ýmiss konar brot og útskurð á blaðsíðum bókanna og býr til hina ótrúlegustu skúlptúra með samsetningum bókanna og leik að formum.
Í bókasöfnum eru blöð og bækur afskrifaðar af ýmsum ástæðum.
Hér má sjá dæmi um hvernig nýta má þetta efni til listsköpunar.

Um listamanninn:

Málfríður starfar sem verkefnastjóri á Bókasafni Seltjarnarness og sinnir þar menningarmálum svo sem  tónleikahaldi, fyrirestrum, bókmenntaklúbbi, kynningu á skáldum og markaðs- og kynningarmálum.

Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun og hefur frá unglingsárum unnið að, skipulagt og staðið fyrir ýmsum menningar- og markaðsverkefnum bæði innan lands og utan svo sem ráðstefnum, kaupstefnum og menningarhátíðum. Í þessum verkefnum hefur hún gjarnan tekist á við ólík efni svo sem málma, steina, sand, pappír og texta! Í Bókabúgí 2011 er viðfangsefnið pappír og bækur sem hafa verið afskrifaðar – að gera nýtt úr gömlu – sýningin lýsir sköpunargleði og áhuga á efninu.

 

Þetta er afar sérstök sýning sem enginn Mosfellingur ætti að láta framhjá sér fara.

Til baka