Átak í frágangi lóða á nýbyggingarsvæðum

11/07/2011

KrikahverfiMosfellsbær hefur nú hrint af stað átaki í frágangi lóða á nýbyggingarsvæðum. Markmiðið er að girða fyrir hættur sem leynst geta á ófrágengnum lóðum og ókláruðum byggingum.

Lóðareigendum í Krikahverfi, Leirvogstungu og Helgafellshverfi hefur því verið sent upplýsingabréf þar sem tilkynnt er um átakið.

Gerð hefur verið úttekt lóðum hverfanna og þar sem þörf er á úrbótum munu eigendur fá sent bréf á næstu dögum þar sem þess er óskað að viðkomandi lóðarhafar bæti úr ástandi á lóðum sinum og mannvirkjum.

Í þeim tilfellum þar sem hættuástand er á lóð munu eigendur fá tiltölulega stuttan frest til úrbóta. Hafi lóðarhafi ekki orðið við beiðninni innan settra tímamarka má búast við að Mosfellsbær án frekari fyrirvara ráðist í framkvæmdina á kostnað lóðarhafa.

Mosfellsbæ er það kappsmál að í öllum hverfum  bæjarins séu íbúar ánægðir með umhverfi sitt, að það sé öruggt og hafi sem besta ásýnd. Með fyrrnefndum aðgerðum er stefnt að öruggu og bættu umhverfi á nýbyggingarsvæðum í Mosfellsbæ.

Til baka