Framkvæmdir hafnar við Leirvogstunguskóla

11/07/2011

leirvogstungaHafnar eru framkvæmdir við nýja leikskóladeild Leirvogstunguskóla sem staðsett verður við Laxatungu 70. Skólinn sem nú rís er um 340 m². Áætlað er að skólastarf hefjist þar 15. ágúst næstkomandi.

Lerivogstunguskóla verður stýrt af Reykjakoti og hefur allur undirbúningur skólans verið unninn í miklu samstarfi við foreldra og íbúasamtök í Leirvogstungu.

Haldinn verður kynningarfundur á starfsemi skólans fimmtudaginn 11. ágúst þar sem allir eru velkomnir og verður fundurinn nánar auglýstur síðar.

Ef einhverjar spurningar vakna er áhugasömum bent á að hafa samband við Gyðu og Herdísi á Reykjakoti í gegnum netfangið rkot@mos.is.

Til baka