Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

05/09/2011

Merki MosfellsbæjarFjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar  Mosfellsbæjar árið 2011. Almenningur og fyrirtæki geta tilnefnt einstakling, stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar.

Tilnefningar eru sendar rafrænt í gegnum vef Mosfellsbæjar, á slóðinni http://mos.is/Velferd/Jafnrettismal/Jafnrettisvidurkenning/

Tilnefningum skal skilað í síðasta lagi 12. september 2011 og verða viðurkenningarnar veittar í tengslum við jafnréttisdag Mosfellsbæjar þann 18. september 2011.

Til baka