Í tilefni af Evrópskri samgönguviku vekjum við athygli á korterskortinu

19/09/2011

Hjolakort_vegalengdir_Mos_uppfaertÍ tilefni af Evrópskri samgönguviku í Mosfellsbæ er vakin athygli á korterskortinu á forsíðu heimasíðu Mosfellsbæjar. 
Kortið sýnir 1,6 km radíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, en það er sú vegalengd sem tekur meðal manninn einungis um 15 mínútur að ganga og 6 mínútur að hjóla. Tilgangurinn er að sýna hversu litlar vegalengdir er oftast um að ræða innanbæjar í Mosfellsbæ og hvetja þannig fólk til að  ganga eða hjóla innanbæjar. 

Sjá nánar um EVRÓPSKA SAMGÖNGUVIKU Í MOSFELLSBÆ 16.-22. SEPTEMBER
og dagskrá evrópskrar samgönguviku - 16.-22. september 2011Alternative mobility – Allskonar samgöngur fyrir alla má sjá hér

 

Til baka