Í tilefni af Evrópskri samgönguviku er nýleg hjóla- og göngustígakort aðgengileg á áberandi stöðum

20/09/2011

göngu og hjólreiðakortÍ tilefni af Evrópskri samgönguviku mun Mosfellsbær hafa nýleg hjóla- og göngustígakort Mosfellsbæjar aðgengileg á áberandi stöðum í bænum, s.s. á bókasafni Mosfellsbæjar, íþróttamiðstöðvum við Varmá og Lágafell, við verslunarmiðstöðvar og víðar.
Kortin sýna fjölbreytt úrval stíga í bænum og tengingu við stígakerfi annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þá miklu möguleika sem eru fyrir hendi til göngu og hjólreiðaferða í bænum.

Hér má finna kort af göngu- og hjólastígabækling af Mosfellsbæ og á bakhlið kortsins má finna helstu leiðir til höfuðborgarsvæðisins

Til baka