Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

23/09/2011

opid husTil foreldra/forráðamanna og annarra áhugasamra

Líkt og síðast liðin 8 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opið hús í vetur fyrir alla er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og verða spurningar og umræður að lokinni fræðslu.

Opnu húsin verða haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

 

Yfirskrift kvöldanna í vetur verður sem hér segir:

28.september 2011
Framlag þitt skiptir máli
Fulltrúar grenndarsamfélagsins

26. október 2011
Að þora að vera foreldri
Ýmsir - vímuefnavika

30. nóvember 2011
Kenndu mér að segja já, þá veit ég hvenær ég á að segja nei
Dagbjört Ásbjörnsdóttir

25. janúar 2012
Föruneyti barnsins
Gunnar Hersveinn

29. febrúar 2012
Hlúð að samskiptahæfni og siðferðiskennd barna og unglinga
Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor

28. mars 2012
Ökumenn foreldrabílsins
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir
sálfræðingur og Gunnhildur
Sæmundsdóttir skólafulltrúi

25. apríl 2012
Hvað tek ég með mér út í lífið?
Raddir ungmenna í Mosfellsbæ


Auglýst með fyrirvara um breytingar. Sjá auglýsingu hér

Foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir, takið þessi kvöld frá, komið og ræðið uppeldismál, umhverfi og aðstæður barna og unglinga í Mosfellsbæ.

Kveðja, Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Til baka