Göngubrú yfir Vesturlandsveg í smíðum

30/09/2011

Göngubrú_afstaða_minniVegfarendur um Vesturlandsveg hafa tekið eftir framkvæmdum, sem nýlega var byrjað á rétt sunnan vegarins gegnt Krónunni. Þarna er verið að reisa brú fyrir gangandi og hjólandi yfir Vesturlandsveg, sem tengja mun Krikahverfið við miðbæinn. Framkvæmdin við sjálfa brúna er á forræði Vegagerðarinnar, sem hefur ráðið byggingarfyrirtækið Eykt sem verktaka, en Mosfellsbær mun sjá um lokafrágang stíganna að brúnni.
Brúin verður 59 metrar að lengd og í megindráttum eins að útliti og gerð og göngubrúin á leiðinni frá Teigahverfi yfir Vesturlandsveg, þ.e. steypt, berandi gólf á þremur sívölum stöplum og með handriðum úr stálvirki. Brúin á að verða fullgerð og tilbúin til notkunar í febrúar á næsta ári en stígarnir að henni verða malbikaðir þegar tíð leyfir í vor.

Til baka