Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir haldinn í Hlégarði

08/11/2011

8.11Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir og hlutverk foreldra í forvörnum var haldinn í Hlégarði síðastliðinn fimmtudag en fundinn sóttu á annað hundrað íbúar er koma að börnum og unglingum í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.
Dr. Álfgeir Logi og Páll Ólafsson héldu fyrirlestur og hér má sjá glærur Páls frá fundinum eins og óskað var eftir.

Um leið og þakkað er fyrir frábæra mætingu viljum við minna á að næsta opna hús Skólaskrifstofu verður 30. nóvember í Listasal Mosfellsbæjar þar sem annar vinkill forvarna verður tekinn fyrir eða áreiti og ber fyrirlesturinn yfirskriftina „Kenndu mér að segja nei þá veit ég hvenær ég á að segja já“.
Opna húsið hefst kl 20 og stendur til klukkan 21 

Til baka