Hestamannafélagið Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna

15/11/2011

H0rður fær æskulýðsbikar LHSá frábæri árangur náðist að Hörður fékk Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna sem er æðsta viðurkenning LH fyrir vel rekið æskulýðsstarf í hestamannafélagi. Bikarinn var afhentur á formannafundi Landssambandsins sl. föstudag. Í fréttatilkynningu frá LH segir:

„Í ár var Æskulýðsbikar LH veittur hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Starf þeirra var með miklum sóma, nýbreytni í bland við gamla og góða viðburði. Það var Arnar Jónsson Aspar fulltrúi æskulýðsnefndar Harðar ásamt Guðjóni Magnússyni formanni félagsins sem veittu bikarnum viðtöku og hlutu mikið klapp fyrir sitt góða starf.“

Á myndinni eru: Frá vinstri: Haraldur Þórarinsson form. LH, Helga B. Helgadóttir form. Æsk. LH, Arnar Jónsson Aspar formaður æskulýðsnefndar Harðar  og Guðjón Magnússon formaður Harðar.

 

Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ

Hestamannafélagið Hörður
Varmárbökkum Mosfellsbæ

Til baka