Fjölmennt á bókmenntakvöldi Bókasafnsins

22/11/2011

Jóla-bókakvöldÁrlegt bókmenntakvöld Bókasafnsins var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld  og var það fjölmennt og skemmtilegt.
Húsið var opnað kl. 19.30. Tríó Reynis Sigurðssonar lék ljúf lög eftir Oddgeir Kristjánsson á meðan fólk streymdi inn. Kl. 20.00 hófst dagskrá með ávarpi Mörtu Hildar forstöðumanns, en síðan lásu höfundarnir úr bókum sínum.  Á eftir voru umræður og spurningar úr sal.
Metaðsókn var að þessu sinni, eða um 190-200 manns. Höfundarnir að þessu sinni voru Ármann Jakobsson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir, en Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum.

Sjá fleiri myndir á heimssíðu Bókasafnsins.

 

Til baka