Jólsýning Fimleikadeildar

28/11/2011

jólafimleikarJólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 4. desember kl. 11. Allir bæjarbúar eru velkomnir að sjá brot af því besta sem fimleikabörnin bjóða upp á. Sýningin er í leiðinni fjáröflun en Fimleikadeildin hóf á síðasta ári umfangsmikla söfnun fyrir fimleikaáhöldum. Deildin keypti fyrir skömmu áhöld fyrir milljón sem foreldrar fimleikabarna höfðu safnað. Við hvetjum alla bæjarbúa til að mæta og sjá glæsilega sýningu en styrkja um leið áhaldakost deildarinnar. Jólastemmingin mun svífa yfir vötnum og jólasveinninn kemur í heimsókn . Ýmsar vættir verða á kreiki, jólagrýlur, jólasveinar, snjókorn, snjókallar og hreindýr. Sjá plakat...

Til baka