Opnun listsýningar í Listasal Mosfellsbæjar

16/12/2011

Með pensli og pallethníf IIÍ dag verður opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæ kl. 16-18.

Sýningin ber titilinn „ Með pensli og paletthníf II“
og er samsýning listamannanna
Kristins G. Jóhannssonar og
Guðmundar Ármanns Sigurjónsson.

Allir hjartanlega velkomnir

Aðgangur ókeypis

 

UM LISTAMENNINA:

Kristinn G. Jóhannsson Stundaði listnám á Akureyri, í Reykjavík og við Edinburgh College of Art, Skotlandi. Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954, en sýndi fyrst í Reykjavík 1962, í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sama ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Haustsýningu FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna) í Listamannaskálanum. Hann hefur síðan verið virkur á sýningarvettvangi.
Af einkasýningum má nefna sýningu í Háhól á Akureyri 1980, á Kjarvalsstöðum 1988, hjá FÍM í Reykjavík 1989, 1990 og 1991, í Listasafni Akureyrar 2001 og í Húsi málaranna í Reykjavík 2002 og 2003.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson Lauk námi Í prentmyndasmíði námi 1962.

Hóf myndlistarnám 1962 við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist af málunardeild 1966.
Að því loknu lá leiðin til Svíþjóðar. Hóf þar nám við Konsthögskolan Valand, Göteborgs Universitet 1966. Lauk þar námi við grafíkdeild skólans 1972. Kennararéttindanám við Háskólann á Akureyri 2002-2003 og í framhaldi af því meistaranám í kennslugrein lista við Háskólann á Akureyri.

Starfar nú sem kennari á myndlistakjörsviði listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri.

Til baka