Úrslit um kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011

20/01/2012

íþróttakarl- og kona Mosfellsbæjar 2011

Á myndinni eru frá vinstri: eru Haraldur Sverrisson Bæjarstjóri,Telma Rut Frímannsdóttir íþróttakona Mosellsbæjar 2011, Ingi Rúnar Gíslason þjálfari Kristjáns Þórs Einarssonar íþróttakarls Mosfellsbæjar 2011, Hafsteinn Pálsson Forseti Bæjarstjórnar og Theódór Kristjánsson fromaður Íþrótta og tómstundanefndar.

 

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöld.

Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, landmótsmeistara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein.

Í ár var samþykkt  tillaga þess efnis að veita þeim einstaklingum sem hlutu nafnbótina íþróttakarl og íþróttakona Mosfellbæjar 50.000 kr. peningaverðlaun samhliða heiðurstitlinum.

4 fulltrúar voru í kjöri til íþróttakarls Mosfellsbæjar frá fjórum félögum í Mosfellsbæ 

Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2011 var kjörin Kristján Þór Einarsson Golfari frá golklúbbnum Kili.

Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Kristjáni.  Hann varð í öðru sæti á Íslandmótinu í höggleik og í þriðja sæti ásamt liði sínu í Sveitakeppni GSÍ. Hann lék á Opna Luxemborgarmótinu í sumar, sem er sterkt áhugamannamót og hafnaði þar í 6 sæti. Kristján hefur sigrað á þremur háskólamótum á árinu, Grub Mart Intercollegiate Invitational, Harold Funston Invitational og HBU Husky Invitational. Hann er í 697. sæti á Heimslista áhugamanna, næstefstur íslendinga.

Kristján stundar nám í Nicholls State university þar sem hann stundar golf samhliða námi sínu í sálfræði.

Kristján Þór er búinn að stimpla sig inn sem einn besti kylfingur landsins. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem sigrar á þremur háskólamótum og er, eins og áður segir, næst efstur Íslendinga á Heimslista áhugamanna.

3 fulltrúar voru í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar frá þremur félögum.

Íþróttakona  Mosfellsbæjar 2011 var kjörin Telma Rut Frímannsdóttir Karatekona úr Aftureldingu.

Telma Rut var valin Íþróttakona Aftureldingar í þriðja sinn nú í haust.
Nóg hefur verið að gera hjá Telmu í ár, hún var ma. í 1.sæti í opnum flokki í  kumite og 3. sæti í Kata á Bikarmót I, 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í Kata  á Bikarmóti II og í 1.sæti í opnum flokki í  kumite  á Bikarmót III. Þá sigraði hún bæði í -61 kg og í opnum flokki á  Íslandsmeistaramót fullorðinna í  Kumite og varði þannig þá titla frá árinu 2010.

Telma hefur verið nær ósigrandi í Kumite hér heima undanfarin ár. Hún er mikil afreksmanneskja í sinni íþrótt og öðrum Karateiðkendum góð fyrirmynd.   

íþróttakarl- og kona Mosfellsbæjar 2011
og svo eru það Telma Rut Frímannsdóttir og Ingi Rúnar Gíslason þjálfari Kristjáns Þórs, en Kristján er farinn til Bandaríkjanna þar sem að hann stundar nám samhliða golfinu.

 

 

 

.

 

Til baka