Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2012

27/01/2012

Merki MosfellsbæjarMenningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum
frá nefndinni  vegna listviðburða og menningarmála árið 2012.  Hér undir
falla fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum.
Reglur um úthlutun


 1. Rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar hafa listamenn, samtök listamanna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mosfellsbæ.
 2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:    
        a)    Verkefnastyrkir til einstakra verkefna.
        b)    Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ.  
 3. Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum. 
 4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2012 
 5. Senda skal inn umsóknir í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar. 
 6. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið.
 7. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 30. mars 2012 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.

Sjá auglýsingu hér

Menningarsvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær

Til baka