Kveðjuhóf fyrir Eurovisonfara í Mosfellsbæ

14/05/2012

Gréta og Jónsi eftir velheppnaða tónleikaEurovision farar Íslands í ár, Gréta Salóme og Jónsi, kveðja nú klakann og halda til Azerbaijan.  Á föstudaginn var haldið kveðjuhóf í Mosfellsbæ sem er heimabær Grétu Salóme. 

Viðburðurinn fór fram á Miðbæjartorginu að viðstöddum mörgum bæjarbúum.  Fjöldi leik- og grunnskólabarna úr Mosfellsbæ var á staðnum og kvaddi Dúó-ið og söng með þeim. 

Mosfellsbær stóð að viðburðinum í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins.

Í tilefni ferðarinnar færði Bæjarstjóri Mosfellsbæjar þeim lukkugripi

bæjarstjóri færir Gretu og Jónsa lukkugripi

IMG_7504

 Bæjarstjórinn færir lukkurgripi

 

 

 


Jónsi og Greta eftir vel heppnaða tónleika á torginu (Myndir af Mosfelling 16.05.2012)

Til baka