Þrif á götum og gangstéttum

16/05/2012

GötuhreinsunÁgætu bæjarbúar,

Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Ennfremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustumiðstöðvar í síma 566 – 8450 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.

Eftirtalda daga verða starfsmenn þjónustumiðstöðvar að störfum í hverfunum:

14. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Reykja og Krikahverfi
15. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Teiga og Helgafellshverfi.
16. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Holtahverfi.
18. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Tangahverfi.
21. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Hlíða og Hlíðartúnshverfi.
22. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Höfðahverfi.
23. maí verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Leirvogstungu.

Gleðilegt sumar.

Þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar

Til baka