Fyrsta brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

29/05/2012

Hópur_allur_inniFyrsta brautskráning Framhaldsskólans í MosfellsbæFyrsta brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 26. maí kl. 14 í Hlégarði, Mosfellsbæ.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009 og er fjöldi nemenda við skólann rúmlega tvö hundruð. Fimm námsbrautir eru við skólann og í þessari fyrstu brautskráningu útskrifast fimm nemendur með stúdentspróf og eru þeir allir af félags- og hugvísindabraut. Auk þess brautskráðist skiptinemi sem hefur stundað nám við skólann í vetur.

Allir nýstúdentar fengu gjöf frá skólanum sem fyrstu útskriftarnemendur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Dagmey Ellen Arnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku. Jökull Júlíusson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku. Sólrún Erlingsdóttir hlaut tvær viðurkenningar; fyrir góðan námsárangur í spænsku og fyrir góðan árangur í hugvísindagreinum.

Mosfellsbær gaf nýstúdentum Sögu Mosfellsbæjar að gjöf í tilefni af því að þeir eru fyrstu útskriftarnemendur skólans. Mosfellsbær veitti jafnframt Gunnari Orra Kjartanssyni viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.


Til baka