Vorsýning fimleikadeildar til styrktar kaupum á áhöldum í nýja fimleikahúsið.

31/05/2012

Vorsýning AftureldingarFimleikadeild Aftureldingar verður með glæsilega vorsýningu næstkomandi fimmtudaginn 31.maí kl. 17:30 sem verður haldin að Varmá en allur ágóði mun renna til kaupa á áhöldum í nýja fimleikahúsið sem ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir. 

Á sýningunni verða frábærir fimleikataktar og börnin sýna brot af því besta.

Á sýningunni verða sýndar þær æfingar sem börnin hafa verið að æfa í vetur og foreldrar geta fylgst með.  Það er upplagt að taka afa og ömmu með.

Munið að sýningin og veitingasalan er líka fjáröflun fyrir deildina.

fimleikadeildAllur ágóði sýningarinnar mun renna til áhaldakaupa í nýja fimleikahúsið sem rísa mun á næsta ári en fyrirhugaðar eru framkvæmdir á nýjum íþróttasal að Varmá sem gjörbylta mun aðstöðu fyrir bardagaíþróttir og fimleika og skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu UMFA með nýjum 1200 fm viðbyggingu og 300 fm millilofti sem verður tekin í notkun um næstu áramót.

En eins og áður sagði hefur verið ákveðið  að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og var opnað útboð í jarðvinnu þann 11. maí 2012 við góðar undirtektir áhugasamra verktaka.

Ljóst er að þessi viðbót á húsnæðiskosti að Varmá verður mikil lyftistöng fyrir Aftureldingu, ekki aðeins fyrir fimleika og bardagadeildirnar heldur líka aðrar deildir félagsins, því við þetta skapast meira rými í öðrum íþróttasölum fyrir þær íþróttagreinar.
Margar deildir munu njóta ávinnings af nýja húsinu Það er ljóst að flestar ef ekki allar deildir félagsins munu njóta ávinnings af þessu nýja íþróttahúsi og því er fagnað mjög að það sé að verða að veruleika.

Vonast er til að hægt verði að taka þennan nýja sal í notkun um næstu áramót.

Til baka