Gæsluvöllur opinn í júlí

09/07/2012

Börn Hlaðhömrum okt.07 002 (Small)Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar er starfræktur í júlí mánuði eða frá 2. júlí til 3. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9:00 - 12:00 og frá kl. 13:00 - 16:00. Leikvöllurinn er  bakvið verslunarmiðstöðina Kjarna og er aðkoma frá neðra plani Kjarna.
 Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs. Þar gefst börnum tækifæri á að leika sér í öruggu og skemmtilegu umhverfi undir eftirliti starfsfólks.

Gjald fyrir hverja klst. er kr. 150 og þurfa börnin að koma með nesti með sér. Hægt er að kaupa 20 miða/klst. kort á kr. 2.000.

Til baka