Stöndum saman - Nágrannavarsla

16/07/2012

NágrannavarslaNágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti.

Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og heimili öruggari. Með því móti er leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum.

Nágrannavarsla hefur verið þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri bæði á Íslandi og víða erlendis. Hægt er að fá upplýsingar að hugmyndinni "nágrannavörslu í Mosfellsbæ" hjá Sjóvá þar sem einnig er hægt að nálgast handbók um nágrannavörslu.

Nánari upplýsingar um nágrannavörslu, t.a.m. verklagsreglur má finna á mos.is/nagrannavarsla.

Til baka