Brosandi bær - Listatorg

18/07/2012

brosandi bærFimmtudaginn 19. júlí verður haldið Listatorg á torginu í Kjarnanum frá kl. 16:00-18:00.

Á Listatorginu munu stíga á stokk fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Nemendur úr leiklistaskóla Leikfélags Mosfellssveitar munu flytja lag úr söngleiknum Hefðarkettirnir, Gyðingaþrennan, hljómsveitin Fimm í Tangó ásamt danspari frá Dansskóla Ragnars, Bjössi trúbador, Listasmiðja og fl.
Í Listasmiðjunni gefst börnum og fullorðnum tækifæri til að föndra broskalla eftir eigin smekk og hugmyndaflugi, broskallarnir verða síðan hengdir á sérútskorið Mosfellsbæjarmerki. Broskallarnir og bæjarmerkið mynda því saman listaverkið "Brosandi Bær" :) Listaverkið verður síðar sýnt á bæjarhátíðinni.

Á svæðinu verður auk þess lifandi myndastyttur og Listasmiðja þar sem  gestir og gangandi  geta tekið þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“ sem einnig verður sýnt á bæjarhátíðinni "Í túninu heima" 

Hvetjum Mosfellinga og aðra nærsveitunga til að mæta og gera sér glaðan dag :)

Vekjum athygli á því að listamenn/listhópar geta enn skráð þátttöku í síma 660-0751 eða sent póst á netfangið vidburdir[hjá]yahoo.com
Verkefnastjórn Menningar- og tómstundasviðs

19. júlí kl. 16:00
Listatorg
Fagrir tónar - Gyðingaþrennan - Dans - Lifandi myndastyttur - Leiklistaskólinn með söngleik.
Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“
sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.

26. júlí kl. 16:00
Flugtorg
Flugklúbbur Mosfellsbæjar kemur með flugvélar og stillir til sýnis á Miðbæjartorginu. Fróðleiksmolar, kaffi og léttar veitingar í boði.
Með fyrirvara um gott veður. Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Fylgist með á  www.mos.is /brosandibaer

Til baka