Stórlistamenn í Mosfellsbæ á styrktartónleikum fyrir Viðar Árnason

18/07/2012

Styrktartónleikar haldnir 19. júlí

styrktartónleikar

Safnað fyrir handstignu hjóli handa Viðari.

Fimmtudagskvöldið 19. júlí kl.20:30 verða haldnir styrktartónleikar fyrir Viðar Árnason. Viðar hefur verið bundinn hjólastól frá 25 ára aldri og safnar fyrir handstignu hjóli.

Viðari Árnasyni dreymir um að geta hjólað um með sonum sínum Ísak og Jafet sem eru 10 ára gamlir tvíburar. Þykir þeim mikið sport að hjóla um í Mosfellsbæ þar sem fjölskyldan býr og hlakkar Viðar mest til að geta hjólað um með þeim.

Viðar er úr Vestmannaeyjum en neyddist til að flytja í bæinn eftir að hann lenti í slysinu. „Það er bara ekkert hægt að vera þar í hjólastól. Maður myndi bara lokast inni,“ segir Viðar. En hann unir hag sínum vel í Mosfellsbænum og hlakkar til komandi hjólatúra með fjölskyldunni.

En það er meira en að segja það því Viðar hefur verið bundinn við hjólastól síðan hann lamaðist í bílslysi árið 1987. Hann hefur lengi haft augastað á handknúnu þríhjóli sem gæti látið draum hans um fjölskylduhjólatúr rætast en slíkt hjól eru mjög dýrt.

Nú eru breytingar í vændum því á fimmtudagskvöld fara fram styrktartónleikar fyrir Viðar og ágóðinn verður notaður til hjólakaupanna. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íbúa Mosfellsbæjar að njóta okkar helstu og ástsælustu listamanna.

Styrktartónleikarnir verða haldnir á Hvíta Riddaranum í Mosfellsbæ á morgun, fimmtudaginn 19. júlí, og hefjast þeir
kl. 20.30 og er miðaverð 2.000 kr. Auk þess ætlar Hvíti Riddarinn að gefa 200 kr. af öllum drykkjum og mat sem keyptur er um kvöldið sem tónleikarnir fara fram.

tónlistamennFjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Diddú, Egill Ólafsson, Jónas Þórir, María Ólafs, Felix Bergsson, Mjöll Hólm, Hreindís Ylva, Íris Edda, Karl Már Lárusson, Sigrún Harðardóttir, Elísabet Ormslev og eflaust eiga fleiri eftir að bætast í hópinn.
Sjá umfjöllum í Morgunblaðinu miðvikudaginn 18.07.2012

Viðar

Til baka