Í túninu heima 24. - 26. ágúst - Viltu taka þátt?

29/07/2012

Takið helgina frá!

Viltu taka þátt? - Viðburði og dagskrárliði sem eiga að vera á hátíðinni þarf að tilkynna sem allra fyrst.

Að þessu sinni verður dagskrá á Miðbæjartoginu á föstudagskvöldið þar sem heimamenn halda uppi fjörinu.
Á laugardag verður barnadagskrá á sama stað og fjölskylduskemmtun um kvöldið.

Sjálfboðaliðar í dómnefnd og göngustjórar fyrir hvern lit hafi samband. Göngustjóri raðar upp göngunni á hverjum stað á sinn hátt og setur af stað á föstudagskvöldi. Daði Þór - dadithor[hjá]internet.is

Að þessu sinni verður ekki varðeldur í Ullarnesbrekku.

Markaður í álafosskvos

Markaður með allt milli himins og jarðar verður í Álafosskvosinni laugardag og sunnudag.
Áhugasömum um pláss eru veittar nánari upplýsingar gegnum tölvupóst: alafosskvos[hjá]gmail.com eða í síma 897-8284 - Unnur.

í túninu heima 2012

 

Til baka