Skólasetning grunnskóla Mosfellsbæjar 2012

17/08/2012

LagafellsskoliSKÓLASETNING VERÐUR Í HÁTÍÐARSAL LÁGAFELLSSKÓLA FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST 

Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á heimsíðu skólans www.lagafellsskoli.is

Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl  22. eða 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum og verður skólasetning hjá þeim í hátíðarsal skólans föstudaginn 24. ágúst kl. 8:10

Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 11:30 í hátíðarsal skólans.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. - 10. bekk föstudaginn 24. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.


VarmárskóliSKÓLASETNING VERÐUR Í VARMÁRSKÓLA FIMMTUDAGINN 23.ÁGÚST

Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á heimsíðu skólans www.varmarskoli.is

Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl  22. eða 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. - 10. bekk föstudaginn 24. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.

Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13 í anddyrum skólanna.

Vekjum athygli á að umsóknir vegna frístundasels og mötuneyta verða að berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst nk. á www.mos.is/ibuagatt

Allar upplýsingar um skólabyrjun og innkaupalista er að finna á heimasíðum skólanna.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Til baka