Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2012

29/08/2012

Umhverfisvidurkenningar_Mos_2012_afhending_vinningshafarUmhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ nú um helgina.
Eigendur tveggja húsalóða hlutu umhverfisviðurkenningu fyrir sérlega fallega garða; eigendur Arnartanga 51 fyrir fallegan rótgróinn garð og eigendur Kvíslartungu 3 fyrir glæsilegan garð í nýju hverfi bæjarins.
Auk þess fékk Reykjalundur viðurkenningu fyrir sérlega fallegt umhverfi um árabil og Varmárskóli viðurkenningu fyrir áherslu á umhverfismál í sinni starfsemi.

Alls bárust um 24 tilnefningar að þessu sinni og sá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar um að heimsækja þau svæði sem tilnefnd voru og velja úr tilnefningum.

Sjá nánar um þá garða og fyrirtæki sem fengu viðurkenningu í ár..

Til baka