Nýtt frístundaávísanatímabil

30/08/2012

Nýtt frístundaávísanatímabil hefst 1.september. Þar sem 1.sept lendir á laugardegi utan hefðbundins vinnutíma One manna, þá er búið að stilla frístundaumsóknirnar á íbúagáttinni þannig að þær lokast á miðnætti á morgun. Eftir miðnætti ætti notandinn bara að sjá það sem hann var búinn að velja, en mun ekki geta breytt því neitt.

Þeir fara síðan í verkið að setja í gang nýtt tímabil 2012-2013 á mánudagsmorgninum og klára það vonandi fyrir hádegi. Þá verða þeir líka við til að bregðast við ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis.

Ef einhverjir hringja þá er hægt að svara að tekið verði við frístundaumsóknum á íbúagátt frá og með seinnihluta mánudagsins 3.sept.

Til baka