Hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru

14/09/2012

HjólaævintýriSunnudaginn 16. september n.k. verður fyrsti viðburður samönguvikunnar í Mosfellsbæ, sem er hjólaævintýri fjölskyldunnar á Degi íslenskrar náttúru.

Þá munu hjólalestir hjóla úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins í Árbæjarsafn með viðkomu á völdum stöðum þar sem viðburðir tengdir Degi íslenskrar náttúru fara fram.  Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar sem henta vel allri fjölskyldunni.

Í Mosfellsbæ hefst dagskráin í Álafosskvosinni kl. 10:30 með fræðslu um nýtingu heita vatnsins, að því loknu er hjólað að ósum Úlfarsár/Korpu þar sem fjörulíf er skoðað,  fuglalíf í Grafarvogi skoðað og að endingu líffríki Elliðaánna.  Hjólaævintýrið endar í Árbæjarsafni um kl. 13:45 þar sem fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar um hjólaævintýri fjölskyldunnar má sjá á meðfylgjandi Kort.

Til baka