EVRÓPSK SAMGÖNGUVIKA Í MOSFELLSBÆ 16.-22. SEPTEMBER

16/09/2012

Samgönguvika 2012Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er „á réttri leið“.  Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur,  hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og í ár verður boðið uppá ýmsa viðburði tengda vistvænum samgöngum bæði í Mosfellsbæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.

Meðal þess sem verður í boði er hjólaævintýri í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september, prentun nýs hjóla- og gönguleiðakorts fyrir Mosfellsbæ sem dreift verður á helstu staði í bænum, hjólaþrautir á miðbæjartorgi, málþing um vistvænar samgöngurHjólum til framtíðar, sem haldið verður í Iðnó föstudaginn 21. september og viðburði tengda átakinu „Hjólað í skólann“ og Bíllausa deginum.

Hægt er að lesa hér um dagskrá samgönguviku

Nánari upplýsingar um samgönguvikuna má sjá hér, eða á www.samgonguvika.is og www.facebook.com/samgonguvika

Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í þessu árlega átaki, draga fram hjólið og njóta góðrar útiveru og heilsusamlegrar hreyfingar.

Til baka