Vígsla fræðsluskiltis í dag

16/09/2012

Fridland_stadsetning_fraedsluskiltis_Hestathingholl_loftmyndÍ dag, mánudaginn 17. september kl. 17:00, verður nýtt fræðsluskilti vígt við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ.  Á sama tíma verður handsalaður umsjónarsamningur milli Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.  Friðlandið við Varmárósa  var stofnsett árið 1980 með það að markmiði að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess, en plantan er á válista og finnst aðeins á tveimur stöðum á landinu.
Íbúar í Mosfellsbæ og aðrir áhugasamir eru velkomnir að vera viðstaddir vígsluna.

Til baka