Vinsæla hjóla- og göngustígakortið endurútgefið

17/09/2012

Hjolastigakort_logoÍ tilefni af Samgönguvikunni í Mosfellsbæ hefur endurútgefið nýtt og uppfært hjóla- og göngustígakort sem sýnir samgöngu- og útivistarstíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Kortið var síðast gefið út árið 2010 og kláraðist upplagið fljótt þótt kortið væri ennþá aðgengilegt á heimasíðu bæjarins.
Í tilefni Samgönguvikunnar verður kortinu dreift á helstu staði í bænum, svo sem á Bókasafn Mosfellsbæjar og íþróttamiðstöðvar bæjarins, ásamt því að liggja frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar.
Stígakortið er einnig aðgengilegt á vef Mosfellsbæjar og má sjá hér...

 

Til baka