VÍGSLA FRÆÐSLUSKILTIS VIÐ FRIÐLANDIÐ VIÐ VARMÁRÓSA Á DEGI ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

20/09/2012

Mánudaginn 17. september s.l. var formlega vígt nýtt fræðsluskilti við friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.
Á sama tíma var undirritaður umsjónarsamningur Mosfellsbæjar, Umhverfisstofnunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem dagleg umsjón svæðisins færist til Mosfellsbæjar.  Á dögunum var friðlýsing svæðisins einnig endurnýjuð, enda var fyrri friðlýsing orðin gömul og því tími til kominn á breytingar í takt við nýja tíma.  Friðlandið við Varmárósa  var stofnsett árið 1980 með það að markmiði að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess, en plantan er á válista og finnst aðeins á tveimur stöðum á landinu.

Fræðsluskiltið komið á sinn stað.
Fræðsluskiltið komið á sinn stað.

Varmarosar friðland Fitjasef (Juncus gerardii)
Fitjasef (Juncus gerardii)

Fræðsluskilti Varmarósar. Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fræðir viðstadda um Varmárósa.
Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fræðir viðstadda um Varmárósa.

Ólafur A. Jónsson sviðsstóri á sviði náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun heldur tölu í tilefni dagsins.
Ólafur A. Jónsson sviðsstóri á sviði náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun heldur tölu í tilefni dagsins.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólafur A. Jónsson frá Umhverfisstofnun undirrita umsjónarsamninginn.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Ólafur A. Jónsson frá Umhverfisstofnun undirrita umsjónarsamninginn.

Friðland staðsetning fræðsluskiltis Hestaþinghóll loftmynd. Afmörkun svæðisinsll_loftmynd
Afmörkun svæðisins

Til baka