Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 1. október

25/09/2012

Helga J. Magnúsdóttir fæddist 18. september 1906Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn ár hvert í kringum fæðingardag Helgu Magnúsdóttur sem er 18. september.

Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður jafnrétti meðal aldraðra og nú er brugðið út af vananum
og dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 1. október í samráði við Félag aldraðra í Mosfellsbæ
og Félagsstarf aldraðra. 1. október varð fyrir valinu vegna þess að um allt land er verið að fagna Evrópuári um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða og því fannst bæjaryfirvöldum og fulltrúum
eldri borgara í bænum tilvalið að slá þessu tvennu saman.

Af þessu tilefni verður dagskrá í Krikaskóla
klukkan 15.30 – 16.30 og eru allir bæjarbúar velkomnir.
 

Dagskráin er sem hér segir: 

15:30       
Ávarp bæjarstjóra
Haraldur Sverrisson
15:35 Atriði frá börnum í Krikaskóla
Umsjón hefur starfsfólk Krikaskóla
15:40 Kynning á starfsemi FaMos
Ragnheiður Stephensen, formaður FaMos.
15:50 Kynning á starfsemi Félagsstarfs eldri borgara
16:00
Virkni aldraðra og samstaða kynslóða
Umræður um möguleg samstarfsverkefni í Mosfellsbæ
16:10 Viðhorfskönnun meðal eldra fólks í Mosfellsbæ
Sigríður Indriðadóttir, jafnréttisfulltrúi kynnir niðurstöður
16:25 Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar
Fulltrúar fjölskyldunefndar
16:30
Dagskrárlok


Að lokinni dagskrá er hægt að rölta um skólann og skoða það starf sem þar fer fram.
Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar.

Allir velkomnir !

Bæklingur um Evrópuárið
HvernigViljumVidEldast 

kynningarefni

 Evrópuári um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða

Til baka