Menningarhaust - Rökkurró í vetrarbyrjun, menningarvaka í Mosfellsbæ- Tónleikar

22/10/2012

menningarhaust4

Rökkurró í vetrarbyrjun menningarindridi

menningarvaka í Mosfellsbæ

Tónleikar
Í tilefni 25 ára afmælisársins verður boðið upp á notalega hausttónleika í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 25. október og hefjast þeir kl. 20.00.

Það verða þau Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir sem verða með tónleika þetta kvöld. Kertaljós, kaffi og kökur og notalegir tónar.

Eigum saman notalega kvöldstund þar sem haustmyndir úr ljósmyndakeppninni Haust í Mosfellsbæ mynda bakgrunn.

Ókeypis aðgangur

Menningarsvið Mosfellsbæjar.

Til baka