Opinn fundur fræðslunefndar 30. október

29/10/2012

Logo MosfellsbæjarOpinn nefnarfundur FRÆÐSLUNEFNDAR verður haldinn 30. október nk. Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2 hæð í Kjarna, kl. 17:15.

Sjá dagskrá fundarins er hér

Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla og verkefni leikskólanefndar samkvæmt lögum um leikskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ. Nefndin veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með rekstri gæsluvalla fyrir börn. Nefndin fer ennfremur með málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Skólastjórar, fulltrúar starfsmanna og foreldrafulltrúar sitja fundi nefndarinnar þegar málefni sem þá varða eru til umfjöllunar í nefndinni.
Fundir eru að jafnaði haldnir annan hvern þriðjudag, kl.17:15.

Starfsmenn nefndarinnar eru , Björn Þráinn Þórðarson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir leikskólafulltrúi og Magnea Ingimundardóttir, verkefnisstjóri.

Aðalmenn í fræðslunefnd kjörtímabilið 2010 - 2014 voru kjörnir:

Eva Magnúsdóttir aðalmaður  af D lista formaður 
Bryndís Brynjarsdóttir aðalmaður
af V lista varaformaður
Hafsteinn Pálsson aðalmaður  af D lista  
Elísabet S. Ólafsdóttir
aðalmaður
af D lista
 
Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
af M lista  
Anna Sigríður Guðnadóttir
áheyrnarfulltrúi af S lista
 
Til baka