Opinn fundur um menningarstefnu Mosfellsbæjar

30/10/2012

afmælislogoEr bæjarstjórn fól nefndum bæjarins að halda opna fundi ákvað Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar að rétt væri að gefa kost á umræðum og athugasemdum um menningarstefnuna eins og hún lítur út nú.

Því er þér sérstaklega boðið að mæta á opinn fund menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar, miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00 og taka þátt í umræðum og koma sjónarmiðum þínum á framfæri.

 Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hefur um nokkurt skeið átt í drögum menningarstefnu fyrir sveitarfélagið.  Hún hefur verið kynnt m.a. á heimasíðu bæjarins og hefur það verið ætlan nefndarinnar að efla til umræðu um drögin meðal bæjarbúa og einkum meðal þeirra sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta þegar kemur að listum og menningu í Mosfellsbæ, eða eru sérfróðir um menningu bæjarins, eða menningu almennt.

Menningarmálanefnd fer með menningarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasamskipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins.

Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri menningarsviðs og Marta H. Richter, forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar, eru starfsmenn nefndarinnar.

Aðalmenn í menningarmálanefnd kjörtímabilið 2010-2014 voru kjörnir:

Hreiðar Örn Zoega

aðalmaður af D lista formaður

Bryndís Brynjarsdóttir 

aðalmaður af V lista varaformaður
Þórhallur Kristvinsson aðalmaður af D lista  
Jónas Þórir Þórisson aðalmaður af D lista  
Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður af M lista  
Lísa Sigríður Greipsdóttir áheyrnarfulltrúi af S lista  
Til baka