Óveðursdagar og skólastarf

02/11/2012

Óveðursdagar og skólastarf

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur boðað fyrsta viðbúnaðarstig vegna skólahalds mánudaginn 12.11. Veðurstofa Íslands og Almannavarnir hafa varað við óveðri og hefur því slökkviliðið boðað röskun á skólahaldi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla og eru foreldrar beðnir um að fylgja börnum í skólann.

Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs. Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður er að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Undantekningarlaust skal þó hringja á skrifstofu skólans og tilkynna ef forráðamenn ákveða að hafa börn sín heima.

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var ákveðið að fylgst verði með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við slökkvilið, lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.

 

 skjölin eru á PDF formati, smelltu hér til að ná í nýjustu útgáfu Acrobat Reader. Hér fyrir neðan er hægt að skoða reglurnar á nokkrum tungumálum, skjölin eru á PDF formati, smelltu hér til að ná í nýjustu útgáfu Acrobat Reader.


Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Til baka