Festum tunnurnar

13/11/2012

festum dtunnurnarNú eiga allir íbúar í Mosfellsbæ að hafa fengið bláa pappírstunnu til viðbótar við svörtu/gráu sorptunnurna, þannig að víðast eru nú tvær sorptunnur við hvert hús. Þar sem vetur gengur nú í garð með auknum vindi og einstaka óveðri vilja bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að festa sorptunnur sínar vel til að koma í veg fyrir að þær fjúki.

Það er á ábyrgð íbúðareigenda að tryggja að þeirra sorptunnur séu nægilega vel festar til að þær fjúki ekki.

Fjölmargir aðilar bjóða aðstoð við uppsetningu á ruslatunnugeymslum og hafa m.a. auglýst þjónstu sína í Mosfellingi nú í haust. Frekari upplýsingar um blátunnur og aðila sem bjóða þjónustu vegna sorptunnuskýla má einnig finna á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is/blaapappirstunnan .

Allar frekari upplýsingar eru veittar í þjónustustöð Mosfellsbæjar í síma 525 6780.

Til baka