Mosfellsbær sigraði í Útsvarinu

13/11/2012

lið 2012Mosfellsbær sigraði í Útsvarinu 86-42

Lið Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari stóð sig vel þegar liðið keppti við Borgarbyggð föstudaginn 26. október. Lið Mosfellsbæjar er skipað þeim Maríu Pálsdóttur leikkonu, Bjarka Bjarnasyni rithöfundi og Valgarði Má Jokobssyni kennara í FMOS. Símavinur Mosfellinga var Sigurður Kári Árnason og svaraði hann 10 stiga spurningu rétt fyrir liðið.
Jafnræði var með liðunum framanaf en Mosfellingar náðu að síga framúr þegar á leið. Lokatölur urðu 86-42 og er Mosfellsbær þar með kominn í 12 liða úrslit.

(www.mosfellingur.is) 14.tbl. 11.Árg.

Til baka