Inngangur að aðventunni með Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar

22/11/2012

Inngangur að aðventu

Eins og flestir vita var Páll Helgason sæmdur viðurkenningunni Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2012 við glæsilega athöfn í ágúst sl. Páll hefur víða stigið niður fæti í kórastarfi í og í kringum Mosfellsbæ.

Í Hlégarði miðvikudaginn 28.nóvember kl.20.00 munu Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga, kórar sem Páll stofnaði, koma fram og syngja fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. jólalög og lög útsett af Páli sjálfum.

Tónleikarnir eru í boði Bæjarlistamanns og Menningarsviðs Mosfellsbæjar, aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Til baka