Menningarstefna fullmótuð

28/11/2012

moslitMenningarmálanefnd hefur unnið að menningarstefnu Mosfellsbæjar allt frá árinu 2006 með hléum, en eftir mótun stefnu Mosfellsbæjar hófst stefnumótun málaflokka í samræmi við hana.

Menningarmálanefnd lauk gerð stefnunnar með því að halda opinn fund um lokadrög hennar núna haustið 2012.  Að teknu tilliti til athugasemda íbúa lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi stefnu.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti stefnuna á fundi sínum þann 21. nóvember 2012.

Til baka