Hálka – sandur í Þjónustustöð

09/01/2013
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum.

Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast geti við aðstæður sem slíkar og bregðist við henni.

Starfsmenn bæjarins hafa síðustu daga verið í óða önn að hreinsa frá niðurföllum í götum og við stofnanir og ennfremur salta og sandbera götur og stíga eftir snjómokstursáætlun.

Hjá Þjónustumiðstöð ( áhaldahúsi ) bæjarins, Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).

Hér má sjá nánar um snjómokstursplan í Mosfellsbæ og upplýsingar um forgangsröðun moksturs.

Til baka