Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012

16/01/2013
Vinningshafar fengu Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu  Mosfellsbæjar 2012 og peningastyrk upp á 300 þúsund krónur

Eftirfarandi aðilar fengu Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu  Mosfellsbæjar 2012 og peningastyrk upp á 300 þúsund krónur:

  • Tanja Wohlrab-Ryan fyrir verkefnið Samfélagslegt gróðurhús
  • Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir og Ragnar Þór Ólason fyrir AR hönnun
  • IceWind ehf – Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson fyrir Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður
Viðurkenningarnar afhentar í Listasal Mosfellsbæjar

Einnig fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir:

  • Berglind Björgúlfsdóttir – Ég tala íslensku/íslenskt talmál fyrir útlendinga
  • Jóhanna Guðrún Árnadóttir – SkúlptúrStígur í Mosfellsbæ
  • Brynja Handverk – Sápuframleiðsla
  • Karlotta Lind Pedersen – Trawire ehf / Travel wireless
  • Sívakur ehf – Heilsubrauð úr íslenskum hráefnum / Livebread
  • Þríhöfði ehf – Gítarkennsla og samfélagsviðbótin PartyMode á GuitarParty.com
Viðurkenningarnar voru afhentar í Listasal Mosfellsbæjar í gær. Vegna mikillar þátttöku og almenns áhuga í Mosfellsbæ á þróun og nýsköpun hefur verið komið upp sýningu í Listasalnum fyrir íbúa Mosfellsbæjar og aðra áhugasama til að kynna sér verkefnin. Sýningin verður opin til 21.janúar.
Til baka