Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

21/01/2013

Heilsueflandi samfélag í MosfellsbæMosfellsbær, Embætti landlæknis og Heilsuvin hafa gert með sér samkomulag um að ráðast í verkefnið heilsueflandi samfélag.  Mosfellsbær mun verða fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir slíkt verkefni. Heilsueflandi samfélag er að hluta til byggt á erlendum fyrirmyndum sem nefnast „Healthy cities“ sem fyrirfinnast aðallega í Evrópu og „Healthy communities“ sem er að finna aðallega í Kanada en einnig í Bandaríkjunum.
Embætti landlæknis mun leggja til umgjörð verkefnisins sem byggist á reynslu erlendra aðila, en einnig er það byggt á þekkingu hérlendis við innleiðingu á heilsueflandi framhaldsskólum og grunnskólum. 

Fimmtudaginn 17.janúar var haldinn fyrsti kynningarfundur verkefnisins og var hann öllum opinn. Þar kynnti Héðinn Svarfdal Björnsson sérfræðingur hjá Embætti landlæknis hugmyndafræðina að baki verkefninu og útskýrði í afar skemmtilegu og áhugaverðu erindi út á hvað slíkt verkefni gengur. Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Mosfellsbæjar innan skamms.

Til baka